Fréttir

Miklar breytingar hafnar í Þörungaverksmiðjunni

Á nýju ári standa fyrir dyrum miklar breytingar á húsnæði og tækjabúnaði þörungaverksmiðjunnar. Skipt verður um blásara og þeir þiljaðir af til þess að draga úr hávaða á vinnusvæðinu. Þess vegna hefst vorönn þangskurða ef til vill síðar en á árum áður. Það er okkar von að nýi búnaðurinn verði öruggari og þægilegri í rekstri. Það ríkir ekki mikill söknuður gagnvart gamla búnaðnum sem hefur þó þjónað starfseminni dyggilega í hartnær 50 ár.