Fréttir

Og allir komu þeir aftur

Mynd frá Fly over Iceland.
Mynd frá Fly over Iceland.

.. og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló. 

 Árshátíð Þörungaverksmiðjunnar var haldin um helgina sem leið. Allir fengu góðan mat, góðan félagsskap og gott hótelherbergi. 

Á laugardeginum var farið í flug yfir Ísland. Þar sem Óli skrækti og Águsta lyfti fótum, mun Viktor hafa kúrt sig niður í bringu með lokuð augun. En þetta var svaka gaman. Á eftir fóru allir á Kaffivagninn við höfnina og kláruðu kleinurnar, kanelsnúðana og hjónabandssæluna. Svaka gaman.