Vottanir

Sjálfbær uppskera

Merkingar eru í samræmi við alþjóðlegar og íslenskar vottanir
Merkingar eru í samræmi við alþjóðlegar og íslenskar vottanir

Þörungaverksmiðjan hefur leitast við að slá þang og þara í samræmi við vísindalegar niðurstöður um vaxtarhraða sjávargróðurs. Þang er slegið yfir við vaxtarbroddi eða klippt svipað og runni. Reynsla og staðþekking sláttumanna, þekkt landamörk jarða og samvinna við bændur kringum Breiðafjörð er mikilvæg undirstaða við stjórnun á slætti og þangtekju. 

Á árinu 2017 voru gerðar uppskerumælingar á vegum hins þekkta þörungafræðings Glyn Sharp, auk þess sem Hafrannsóknastofnun metur heildarmang lífmassa í Breiðafirði og gefur út ráðgjöf um aflamagn. Hafdís Sturlaugsdóttir hefur aðstoðað við rannsóknir. María Maack hefur einnig tekið saman skýrslur um meðafla með þang og þaratekju. 

Þessa reynslu og hvernig uppskera hefur haldist jöfn og stöðug áratugum saman er grunnur að árlegri vottun um sjálfbæra uppskeru fyrir alþjóðlegan markað á vegum OTCO. Fulltrúar taka út starfsemina árlega og gefa út vottorð í samræmi við niðurstöðuna

Karl Gunnarsson stundaði doktorsrannsóknir á stórþara í Breiðafirði upp úr 1975. Í ritgerð hans er því lýst að þari vaxi alla æfi frá stöngulenda. Næringin sest í stilkinn að vetri til og blaðkan endurnýjar sig frá stilkenda. Að jafnaði trosnar einnig ofan af hverri blöðku. Þetta fer þó mikið eftir vaxtarskilyrðum, t.d hafróti og næringarforða í sjó. Gengið er út frá því að fjögurra ára gamall þari bæti ekki lengur við þunga sinn heldur  slitni jafnmikið og hann vex. 

Lífræn vottun

Lifræn framleiðsla
Lifræn framleiðsla

Vottunarstofan Tún fylgir að jafnaði evrópskum stöðlum um lífræna vottun. Hún kemur árlega í eftirlit og kannar aðstæður innadyra og utan, framleiðsuferlið og umgengni við þörunga- auðlindina. Tún gefur út tvenns konar vottorð. 

 

 

 

Þörungaverksmiðjan hefur haft lífræna vottun frá 1999 en endurnýja þarf vottun árlega í samræmi við niðurstöðu úttektar. Vottorðið er á ensku

  

Quality Assurance International (QAI) tekur út starfsemi okkar fyrir alþjóðlegan markað. Þau fyrirtæki sem standast hina árlegu útttekt fá auðkennandi umhverfismerki sem þekkist á þeim markaði sem tekur við henni.  


USDA certifiedEf vörur eru merktar  USDA  þá hefur QAI tekið vöruna út í farmleiðsluferlinu og dreifing hennar er vottuð fyrir Bandaríkjamarkað. Vottorðið er gefið út árlega í samræmi við þær kröfur sem gilda hverju sinni.  

 

 

Enn fremur kemur úttektaraðili frá neytendavottun Gyðinga fyrir Kosher vottun. Er þá einkum átt við notkun á þangmjöli fyrir ræktun en ekki til manneldis. 

Dæmigert mælt efnainnihald fyrir Klóþang 

Dæmigert efnainnihald fyrir Hrossaþara