Fréttir

2016 slysalaust ár

Fjórfalt húrra
Fjórfalt húrra

FMC sem er stærsti hluthafi í Þörungaverksmiðjunni sendi fyrr á árinu einn viðurkenningarskjöldinn í viðbót fyrir slysalaust árið 2016. Fyrir voru skyldir fyrir árin 2015, 2014 og 2013/2012. Að sjálfsögðu urðu ýmis óhöpp á árinu og eitt eða tvö sem hefðu getað orðið alvarleg. Til allrar hamingju fagnar því Þörungaverksmiðjan fimmta eða sjötta slysalausa árinu í röð.

Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum á undanförnum misserum. Mjög stífar röfur eru frá FMC og ýmsir staðlar og eftilitsblöð til að bæta og auka öryggi. Mikilsvert er að margar breytingar til bóta og uppástungur um betri aðbúnað hafa komið frá starfsmönnum sjálfum. Hér er mynd af skjöldunum fjórum sem nú hanga á kaffistofunni.