Fréttir

Gleðilegt sumar

Prammar biðu í ofvæni eftir sumarbyrjun
Prammar biðu í ofvæni eftir sumarbyrjun
1 af 5

Loksins kemst nú skriður á þangöflun. Í dag lagðist Grettir að bryggjunni á Reykhólum, nýuppgerður á margan hátt, málaður og pússður. Nýr landgangur er á síðunni, nýr krani frá í fyrra og viðeigandi kranahús fyrir stjórann, betra pláss í vélarrúmi og fleiri ótaldar uppfærslur. 

Björn Samúelsson, Ágústa og Samúel voru öll um borð, ásamt viðbótarmönnum í áhöfn, enda dveljast þau þar löngum stundum bæði á þang- og þaravertíðum. 

Hlynur, Finnur og Ásbjörn tóku á móti skipinu og Ólafur Smára stýrði heisum farsællega í skut. Hvílik sumarbyrjun, björt og jafnvel hlý.