Fréttir

Grettir kominn, þangvertíð hafin

Grettir hlaðinn
Grettir hlaðinn
1 af 5

Það var einkennileg þröng á þingi í höfninni. Þarna liggja nú bátar sláttumanna, dýpkunarskip með stórri gröfu, sandprammi og seglskúta. Það þurfti að flytja til nokkra báta svo að Grettir kæmist að. Bátarnir lágu eins og bitar í pússluspili hver innan um annan. Von var á hvassviðri svo ekki var heppilegt að liggja við bryggjuna utanverða, þó svo að ný dekk prýði allan kantinn.

Björn Samúelsson er nýr skipstjóri á Gretti. Hann hefur unnið hjá Þörungaverksmiðjunni um árabil. Hann hefur skipstjórnarréttindi á stærri skip en hefur einnig starfað sem vélstjóri. Hann þekki siglingaleiðir í Breiðafirði eins og línur lófa síns.

Nýir starfsmenn eru að bætast við hópinn og er það mátulegt nú þegar fjöldatakmörkunum er farið að linna. Nú má segja að sumarið sé komið.

Öll tæki hafa verið yfirfarin og hér sést hve nostrað hefur verið við dráttavélar, krana og annan búnað. Þess er vænst að starfsmenn njóti þess að vinna í svona hreinu og vel- viðhöldnu umhverfi.