Fréttir

Heimamenn fengu styrk og börur

Skip með pramma í togi
Skip með pramma í togi

Björgunarsveitin á Reykhólum nefnist Heimamenn. Hún stendur oft í ströngu við að bjarga bílum og farþegum úr vetrarsköflum. En einnig kemur fyrir að umferð á sjó þurfi á hjálp að halda. 

Það var því rausnarlega bætt í söfnun Heimamanna fyrir björgunarbát árið 2016. Frá því var greint á Reykhólavefnum að Þörungavinnslan hefði lagt 2 milljónir í söfnunina og tryggt að á staðnum væri bátur sem gæti komið til hjálpar þegar á reynir. Ekki leið á löngu þar til Heimamenn þurftu að mæta á strandstað rannsóknskipsins Drafnar sem var við mælingar á Þorskafirði.

Gúmmí-björgunarbátur er að sjálfsögðu mikið öryggistæki fyrir skipverja á Gretti eða sláttumenn á prömmum Þörungaverksmðjunnar.