Fréttir

Ís um allar fjörur

fjörur í klakaböndum
fjörur í klakaböndum
1 af 3

Óvenjumikill snjór hefur verið í Reykhólahreppi að undanförnu. Þegar svo mikill ís hleðst upp við strendur og flóð og fjara sveifla klakanum í allar áttir, þá er alltaf hætta á að mikið þang slitni upp. Þess vegna eru líka heilmiklar þangbreiður á floti í firðinum nú. Þetta eru náttúruleg afföll sem þó geta gert strik í reikninginn á komandi þangvertíð.