Fréttir

Opið hús á föstudag 13. desember milli 13 og 17.

Haustþörungar
Haustþörungar

Það hefur margt breyst hjá Þörungaverksmiðjunni Thorverk á undanförnum árum. Núna viljum við sýna ykkur innfyrir. Þann 13. desmeber, núna á föstudag, verður opið hús. Komið og sjáið nýju blásarana, birgðirnar, breytta eldhúsið, kynninguna í kaffistofunni og hittið starfsfólkið sem getur sýnt ykkur í alla króka og kima. Verið velkomin, heitt á könnunni, gos fyrir börnin og glaðningur, ef allt skilar sér með póstinum. Opið milli kl 13 og 17.