Fréttir

Unga kynslóðin upplýst

1 af 3

Birna Björnsdóttir, Finnur Árnason og Bjarni Þór komu færandi hendi í Reykhólaskóla fyrir stuttu. Í handraðanum voru þau með heilan helling af endurskinsvestum. Hvert barn í leikskólanum og skólanum fengu sitt sérmerkta vesti með prentaðu eiginnafni. Þannig er engin hætta á að þau ruglist. Einnig fengu allir kennarar endurskinsvesti. Nú er lítil hætta á að bílstjórar geti litið fram hjá barna- og kennarahópum sem eru á gangi á Reykhólum og nágrenni. Upplýstir nemendur að innan og utan og upplýstir kennarar að utan og innan. Á Reykhólavefnum er birt lengri frétt og fleiri myndir.