Fréttir

Vinna við höfnina

góðaveðrið
góðaveðrið
1 af 5

Thorverk notar stóran krana við uppskipun, en segja má að hann sé eins og bitmý miðað við krana Borgarverks, svo miklu munar í stærð. Einhverju sinni fyrir jól lék allt á reiðiskjálfi inni í verksmiðju rétt eins og eldgos væri að hefjast. Borgarverk sprengir nefnilega stórgrýti úr námu nálægt veginum niður í Karlsey. Hún er orðin ansi djúp og er ástæða til að vara fólk við að vera ekki á ferli við brúnir hennar í myrkri. Síðan hamast búkollur við að flytja efnið niður að höfn. 

Grjótið á köntum meðfram veginum niður að bryggju hefur líka verið fært til. Það var fært utar og nær syðsta kantinum og síðan er verið að reka niður stálþil og fyllt inn í bilið. Höfnin á eftir að verða þægilegri viðkomustaður fyrir stór flutningaskip sem leggjast að þegar dælt er úr turnum. Einnig er siglingaljós komið á eystri hlið hafnarkjaftsins. Veðrið í haust leyfði framkvæmdir alveg fram til jóla en þá þurfti stóri kraninn að hverfa til annarra verka. 

Hér bíða allir spenntir eftir að vinnu og frágangi ljúki og að hægt verið að bera ofaní hlaðið framan við verksmkðjuhliðið. Það er áhugavert hvað þetta er mikil framkvæmd og þess óskað að höfnin verði betri, öruggari og nothæfari fyrir alla. Bara besta mál.