Fréttir

Yfirlit áranna 2023 og 2024

Með samskiptum við landeigendur og samninga um þangslátt er Þörungaverksmiðjunni tryggður stöðugleiki og rekstur  Þörungaverksmiðjunnar fyrirsjáanlegur. Því eiga landeigendur bestu þakkir skyldar. Sjálfbær nýting á þessari merku og mikilvægu náttúruauðlind er forsenda fyrir 25 ársverkum. Um 16.000 tonn voru slegin árið 2023 sem er afli í meðallagi.

Höfnin viðgerð

Sala afurða gengur vel og verð hefur hækkað. Stærstur hluti mjölsins fer til útflutnings og reyndar er stærsti hluthafi verksmiðjunnar, IFF, einn af stærri viðskiptavinum. IFF er eini kaupandinn sem tekur við mjöli sem lausavöru í skipsförmum. Því er ánægjulegt að nú hillir undir verklok við stækkun hafnarinnar á Reykhólum. Aðrir kaupendur fá afhent mjöl í stórsekkjum eða pokum í gámavís en lögð er áhersla á að allir viðskiptavinir sitji við sama borð varðandi kjör, gæði og afhendingaröryggi. 


Tekjur ársins í fyrra námu í fyrsta sinn yfir milljarði króna og var rekstur í góðu Crabjafnvægi. Mjög áríðandi er að reksturinn haldi áfram að vera arðbær því vélar og búnaður þarfnast stöðugrar endurnýjunar og viðhald er dýrt. Uppbygging og endurnýjun var veruleg 2023. Á árinu tók þurrkarinn stakkaskiptum og er nú áreiðanlegri og afkasameiri en áður. Að auki er unnið að rafrænni, sjálfvirkri skráningu á rekjanleika frá slætti til úrvinnslu. Nú er stefnt að því að auðvelda pökkun og létta byrðum af baki starfsmanna.

 

Betri afkoma hefur gert félaginu kleift að kosta nánar rannsóknir á útbreiðslu og lífmassa þara í Breiðafirði. Jafnframt fengust rannsóknarpeningar til að þróa vökva úr þörungum sem gæti myndað varnarhjúp um grænmeti. Rannsóknirnar eru samstarf Þörungaverksmiðjunnar, Hafrannsóknastofnunar og hefur Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum veitt dyggan stuðning í verki. Stefnt er að framhaldi á því verkefni. Nú er stefnt að því að ráða sérfræðing á sviði auðlindanýtingar. Umhverfismál og sjálfbær nýting eru okkar hjartans mál og áfram nýtum við sjálfrennandi heitt vatn úr iðrum jarðar. Jafnframt munu starfsmenn gróðursetja tré árið 2024 til að jafna kolefnisspor verksmiðjunnar, bílanna, tækja, pramma og skipa.

 

Á nýju ári stefnum við á að skera meira þang en í fyrra að því gefnu að veður leyfi og að þang sé ekki illa farið eftir veturinn. Sláttuprammar verða klárir  á nýja vertíð eftir yfirhalningu í vetur, allir netapokar hafa verið yfirfarnir, ankeri og ból. Horfur í sölu eru góðar og verksmiðjan í góðu standi.

Tekist hefur að ráða fleiri starfsmenn en oft áður en nú eru þjóðernin orðin 6. Allt er þetta einvala dugnaðarlið en fjölbreytt flóra tungumála skapar ögrandi verkefni í öryggismálum. Samsetning og aldursdreifing íbúa á Reykhólum hefurBjart um Breiðafjörð verið að breytast, eins og annars staðar á landinu. Það hefur haft mikil áhrif á nýtingu íbúðarhúsnæðis og verksmiðjan hefur átt í vandræðum með að koma  starfsmönnum vel fyrir. Eitt brýnasta verkefni þessa árs er að leysa úr þeim málum.

Með samvinnu við gott fólk og sjálfbærni að leiðarljósi eru stjórnendur verksmiðjunnar farnir að huga að frekari uppbyggingu á Reykhólum og nýjum þáttum í rekstri. Og enn erum við full bjartsýni.

 

Finnur Árnason