Fréttir

Marea

Úr fréttabréfi Sjávarútvegsráðstefnunnar:  Frumkvöðlafyrirtækið Marea fékk hvatningarviðurkenningu sjávarútvegsráðuneytisins fyrir að þróa plast úr þaramjöli.


Meira

Þörungaverksmiðjan er framúrskarandi

Excellent
Excellent

Á undanförnum árum hafa Kredit info og Viðskiptablaðið veitt fyrirtækjum á Íslandi viðurkenningu fyrir góðan rekstur, skilvirni og fagmennsku. 


Meira

Ný skýrsla um ástand hafsins kringum Ísland

Breiðafjörður
Breiðafjörður

Góð tíðindi berast frá umhverfisvöktun. Þrávirk lífræn efni fara minnkandi í umhverfinu. Þungmálmar hins vegar standa nokkurn veginn í stað, enda eru þeir taldir koma frá okkar spræka eldfjallalandi við veðrun bergs. 


Meira

Enn um umhverfisvernd

1 af 2

Einnota plast getur lent i sjónum. Oftast brotnar það einnig niður í örfínar trefjar sem geta þvælst í tálkn fiska. Thorverk ákvað nýlega að ganga til samstarfs við Silfraberg sem selur þunnt pökkunarplast sem er sterkt, niðurbrjótanlegt og endurvinnanlegt. 


Meira

Kolefnisbinding í trjágróðri

Hluti þess sem gróðursett var, birki, greni og fura
Hluti þess sem gróðursett var, birki, greni og fura
1 af 4

Hæfileg auðlindanýting er Þörungaverksmiðjunni hjartans mál. Á sama hátt er mengun og úrgangsmál mikilvæg. Grettir og prammar nota dísil olíu í ferðir og slátt svo að þrátt fyrir notkun jarðvarma í þurrkun þá er útblástur koltvísýrings talsverður á hverju ári. 


Meira

Of gott veður

glaðasólskin
glaðasólskin
1 af 2

Stundum er veðrið bara of gott. Ef hitastigið fer upp undir 20°C og allir að hamast í löndun þá er einfaldlega ekki hægt að vinna endalaust án þess að njóta. Se betur fer á Þörungaverksmiðjan gott grill. Heimir brá á það ráð að skreppa í búðina og keypti upp allar pylsur og lambasneiðar. Svo tók Viktor að sjálfsögðu við töngunum og grillaði út og suður ofan í allt liðið. 

Svona eiga sumardagar að vera. Gott veður, góður matur, góður félagsskapur. - Já og takk Sigga hans Heimis fyrir glæsilegt kartöflusalat. 


Aðalfundur 2021

Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn föstudaginn 20. ágúst kl 13 á skrifstofu félagsins í Karlsey á Reykhólum.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

 


Vorboðarnir

Egill og Óli
Egill og Óli
1 af 3

Hjá Þörungaverskmiðjunni er það árviss viðburður að nýtt starfsfólk kemur í sumarbyrjun eins og farfuglarnir með vorið. Nú hefur bæst í hópinn margt nýtt starfsfólk sem hér með er kynnt til sögunnar. 


Meira

Þangsláttur hafinn

Fólk að fara yfir atriði sumarsins
Fólk að fara yfir atriði sumarsins
1 af 4

Við komu sumars, síðustu viku í apríl, hófst þangsláttur hjá í Þörungaverksmiðjunni.


Meira

Fyrsti neminn kominn á samning hjá meistara í vélvirkjun

Finnur, Eyjólfur Hermannsson og meistari Björn Samuelsson
Finnur, Eyjólfur Hermannsson og meistari Björn Samuelsson

Eyjólfur Hermannsson er fyrsti iðnneminn sem kemst á samning hjá Þörungaverksmiðjunni síðan meistari hans var hér á samningi í den tíð.


Meira