Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf. hefur boðað til almenns hluthafafundar í félaginu miðvikudaginn 16. október 2019. Öllum hluthöfum hefur verið sent bréf vegna þessa. Eitt mál er á dagskrá: Að breyta samþykktum félagsins.
Stungið er upp á því að bæta í samþykktir félagsins ákvæði um forkaupsrétt til kaupa á eignarhlutum í félaginu sem eru til sölu:
Annars vegar skuli stjórn félagsins, fyrir hönd félagsins sjálfs, eiga forkaupsrétt á hlutum sem eru til sölu. Hins vegar, ef stjórnin afþakkar kaupin, skulu hluthafar eiga forkaupsrétt á þeim hlutum sem eru til sölu í hlutfalli við hlutafjáreign sína.
Fundurinn verður miðvikudaginn 16. október 2019, kl 11 árdegis á skrifstofu félagsins í Karlsey, 380 Reykhólum. Allir hluthafar eða fulltrúar þeirra eru velkomnir.
Þörungaverksmiðjan keypti sokkapör á alla starfsmenn sína. Kaupin voru til að styrkja átaksverkefni Krabbameinsfélagsins og til að minna starfsmenn á að staldra við og kynna sér einkenni krabbameins og aðrar ábenindagar frá verkefninu, https://www.mottumars.is .
Tilefnið var notað til að taka myndir af nokkrum okkar í sokkunum góðu. Ekki er verra að sokkana prýðir andlitsmynd af einum okkar. Eða tveimur !
Á vikulegum öryggisfundi var svo rennt yfir ábendingar frá Mottumars.
Starfsólk Thorverks og viðhengi þeirra, fóru til Krákár í Póllandi í September 2017. Þar var farið í skoðunarferðir og verslunarleiðangra eins og enginn væri morgundagurinn. Það var Arthur sem hafði veg og vanda af dagskránni en honum til halds og traust var Helgi. Hópurinn hreppti prýðilegt veður og bros var á hverju andliti í ferðarlok. Teknar voru margar myndir, ekki síst af fararsjórum og leiðsögumönnum, skotæfingum og matarveislum.
Ágústa Ýr Sveinsdóttir öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar var fulltrúi okkar á hinni árlegu forvarnarráðstefnu VÍS eða Vátryggingafélags Íslands. Ráðstefnan var vel sótt og var til þess tekið að Ágústa hafi komið fulltrúum ráðstefnunnar til að hlæja nokkrum sinnum. Víst er að hróður Þörungaverksmiðjunnar vegna árangurs í öryggis- og slysamálum er að berast út.
Að þessu sinni var það Síminn sem fékk forvarnarverðlaun VÍS en öryggismál eru almennt að komast á dagskrá í íslenskum atvinnuvegum.
Á morgunfundi í síðustu viku barst í tal að vetur er framundan með dimmu og hálku. Líka það að með minnkandi dagsbirtu notar fólk gjarnan kerti til að lýsa upp heimili sín. Þeim fylgir því miður aukin eldhætta og hana ræddum við og þá auðvitað reykskynjara. Til að hafa allt á hreinu ákvað verksmiðjan að gefa hverjum starfsmanni reykskynjara - og rafhlöðu!
Á sama fundi bentu starfsmenn á að slökkvitækin í skólanum, þar sem við borðum yfirleitt í hádeginu, eru ekki merkt með endurskinsmerkjum. Að fengnu leyfi skóla- og sveitarstjóra splæstum við auðvitað í ný merki og munum setja þau upp á næstu dögum.
Reykhólahreppur stendur fyrir kynningarfundi um framtíð Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Fundurinn verður í matsal Reykhólaskóla, miðvikudaginn 18. október kl. 16 - 18. Fundurinn er öllum opinn og er haldinn fyrir alla þá sem hafa hagsmuna að gæta gagnvart stöðu verksmðjunnar í samfélaginu nær og fjær.
Tilefnið eru áform um stóraukna sókn í þang í Breiðafirði, lagasetning um öflun sjávargróðurs í atvinnuskini og rannsóknir á þangi og þara.
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Setning Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.
2. Rannsóknir á þangi og þara - framhald. Dr. Karl Gunnarsson sérfræðingur, Hafró.
3. Ný löggjöf um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur, Atvinnu- og nýsköpunarrn.
4. Nýting sjávargróðurs í atvinnuskyni. Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.
5. Framtíðarsýn Þörungaverksmiðjunnar. Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Þörungaverksmiðjunni.
6. Leyndarmál í uppsiglingu María Maack fulltrúi, ATVEST
7. Fyrirspurnir og umræður súpa í boði .
Vonandi koma sem flestir !
Það er ekki að spyrja um hollustu þörungamjöls, allt að springa af vítamínum og steinefnum. Þess vegna heftur það einmitt verið notað í skepnufóður. En nú hefur fundist ný hlið á málinu. Haldiði ekki að þörungamjöl geti snardregið úr gróðurhúsaáhrifum af freti frá kúm. Allir vita að við það að jórtra myndast metangas sem leitar uppúr og niðrúr blessuðum baulunum. En við að éta þörungamjöl þá getur ástandið batnað til muna.
FMC sem er stærsti hluthafi í Þörungaverksmiðjunni sendi fyrr á árinu einn viðurkenningarskjöldinn í viðbót fyrir slysalaust árið 2016. Fyrir voru skyldir fyrir árin 2015, 2014 og 2013/2012. Að sjálfsögðu urðu ýmis óhöpp á árinu og eitt eða tvö sem hefðu getað orðið alvarleg. Til allrar hamingju fagnar því Þörungaverksmiðjan fimmta eða sjötta slysalausa árinu í röð.
Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum á undanförnum misserum. Mjög stífar röfur eru frá FMC og ýmsir staðlar og eftilitsblöð til að bæta og auka öryggi. Mikilsvert er að margar breytingar til bóta og uppástungur um betri aðbúnað hafa komið frá starfsmönnum sjálfum. Hér er mynd af skjöldunum fjórum sem nú hanga á kaffistofunni.
Björgunarsveitin á Reykhólum nefnist Heimamenn. Hún stendur oft í ströngu við að bjarga bílum og farþegum úr vetrarsköflum. En einnig kemur fyrir að umferð á sjó þurfi á hjálp að halda.
Það var því rausnarlega bætt í söfnun Heimamanna fyrir björgunarbát árið 2016. Frá því var greint á Reykhólavefnum að Þörungavinnslan hefði lagt 2 milljónir í söfnunina og tryggt að á staðnum væri bátur sem gæti komið til hjálpar þegar á reynir. Ekki leið á löngu þar til Heimamenn þurftu að mæta á strandstað rannsóknskipsins Drafnar sem var við mælingar á Þorskafirði.
Gúmmí-björgunarbátur er að sjálfsögðu mikið öryggistæki fyrir skipverja á Gretti eða sláttumenn á prömmum Þörungaverksmðjunnar.